Skilmálar og skilafrestur

Þessi skilmáli var síðast breytt 18. febrúar 2016

Skilmálar netverslunar Netpöntun

Nafn fyrirtækis : Netvöktun ehf
Heimilisfang : Borgarbraut 61 , 310 Borgarnes
Kennitala : 440516-0920

Netvöktun hér eftir nefnt sem Netpöntun

Innra öryggi vefs

Þjónusta Netverslunar Netpöntun útheimtir, þegar það á við, viðkvæmar trúnaðarupplýsingar svo sem kennitölu og númer greiðslukorts notanda til að þjónustan virki að óskum. Til að tryggja hámarksöryggi notenda og móttekinna persónuupplýsinga fylgir vefurinn íslenskum og alþjóðlegum lögum um viðskipti og persónuvernd ásamt viðurkenndum og/eða vottuðum starfsreglum og öryggisstöðlum.

Þinn aðgangur

Sem skráður notandi í Netverslun Netpöntun berð þú ábyrgð á trúnaði um notendaheiti, lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem þú kannt að nota til aðgangs á vefinn. Við skráningu samþykkir þú að bera ábyrgð á öllum notkunartilvikum varðandi „Síðuna mína“ og lykilorð. Netpöntun hf áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, fjarlægja eða breyta innihaldi vefsins eða stöðva pantanir ef þurfa þykir af öryggis- eða öðrum ástæðum.

Þín kjör

Reikningsviðskipti fyrirtækja gjaldfærast innan umsamins greiðslufrests á birtu verði sem getur verið listaverð, sérkjör eða tilboðsverð frá söludeild Netpöntun. Staðgreiðsluviðskipti fara fram með kreditkorti á birtu verði sem getur verið listaverð eða tilboðsverð eftir atvikum. Ef þú þarft nánari upplýsingar um þín kjör getur þú sent fyrirspurn með tölvupósti á:netverslun@netpontun.is

Við staðfestingu pöntunar á  www.netpontun.is skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja viðskiptaskilmála.

Skilaréttur

Skilafrestur á búnaði eru 30 dagar frá dagsetningu kvittunar fyrir kaupum. Sé vöru skilað innan 14 daga frá þeirri dagsetningu býðst viðskiptavini full endurgreiðsla sem jafngildir upphaflegu kaupverði. Sé vöru skilað seinna en innan 14 daga býðst viðskiptavini hins vegar að fá inneignarnótu. Inneignarnóta gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
Skil á búnaði eru háð eftirfarandi skilyrðum:
  • Að framvísað sé kvittun fyrir kaupum á viðkomandi búnaði eða búnaður sé merktur með skilamiða
  • Að plastumbúðir (herpt, soðin, límd) og innsigli frá framleiðanda eða Netpöntun séu ekki rofin
  • Að búnaður teljist í söluhæfu ástandi
  • Að allir aukahlutir sem fylgja eiga búnaðinum séu til staðar, þ.m.t. allar snúrur og leiðbeiningar
  • Að ekki hafi verið settur upp hugbúnaður á búnaðinn
  • Að búnaður sé ekki útsöluvara
  • Að búnaður sé ekki sérpantaður eða sérsniðinn að þörfum viðskiptavinar
Netpöntun áskilur sér rétt til að hafna skilum á búnaði eða neita viðskiptavini um fulla endurgreiðslu séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt. Starfsmenn Netpöntun geta ákveðið að taka á móti búnaði þó ofangreind skilyrði séu ekki uppfyllt og fær viðskiptavinur þá endurgreitt að hámarki 70% af kaupverði. Athuga skal að endurgreiðsla vegna skila á búnaði nær aðeins til kaupverðs búnaðar en annar kostnaður sem fellur til m.a. vegna flutnings á búnaði er á ábyrgð viðskiptavinar.
Aðeins er tekið við eftirfarandi vörum í óopnuðum eða innsigluðum umbúðum:
 
  • Farsímar
  • Rekstrarvörur, blekhylki, rafhlöður, pappír, ljósaperur o.s.frv.
  • Minniskort, USB lyklar
  • Flakkarar
  • Harðir diskar
  • Vörur sem eru keyptar forsniðnar, t.d. ákveðin lengd af snúrum
  • Hugbúnaður
  • Aðrar vörur sem hægt er að afrita eða fullnýta á 30 dögum
Tekið er á móti vöruskilum bæði í verslun og í Þjónustumiðstöð.
Undantekningartilvik eru þegar búið er að rjúfa plastumbúðir eða innsigli frá framleiðanda / Netpöntun á vörum sem þurfa að vera yfirfarin af sérfræðingi. Það á við um eftirfarandi vörur:
  • Tölvur
  • Sjónvörp
  • Ljósritunarvélar
  • Fjölnotatæki
  • Myndavélar, videovélar og upptökubúnaður
  • Netbúnaður
  • Hljóðbúnaður
  • Serverar
  • Synology box
  • Vörur frá UniFi, t.d. routerer og aðrar vörur sem hægt er að tengja við WiFi
  • Verslunarkerfi

Viðgerðarþjónusta og ábyrgðarmál

Þjónustumiðstöð Netpöntun annast viðgerðaþjónustu og ábyrgðarmál á ThinkPad fartölvum, ThinkCentre borðtölvum, auk viðgerða á prenturum, faxtækjum, plotterum og ljósritunarvélum sem keyptar hafa verið í Netverslun Netpöntun. Þjónustumiðstöð okkar er opið alla virka daga frá 09:00 – 17:00. Sími: 539-3141. Netfang: verkstaedi@netpontun.is